föstudagur, febrúar 27, 2009

Verknám

Er búin með eitt verknám af þremur núna. Er búin að vera síðustu tvær vikur í verknámi í stjórnun. Var á 14G sem er hjartadeild, þegar við förum í stjórnunarverknám er gert ráð fyrir því að senda okkur á deildir sem við höfum verið á áður. Ég hef samt ekki verið á 14G áður, ég var vel stressuð yfir því áður en ég byrjaði og alveg fyrstu tvo dagana en svo kom bara í ljós að þetta var alltílagi. Að hlusta á rapport þarna í fyrsta skipti var eins og að hlusta á kínversku. Eins og í öllum verknámum var einhver verkefnavinna, einhverra hlutavegna hélt ég að skil á þeim væru á mánudaginn næsta en komst að því í gær að þau áttu að vera í dag. Allt fór vel að lokum og náði ég að klára og núna krossa ég putta og vona að það hafi verið nógu vel gert hjá mér til að fá hærra en sex :o)

Næst á dagskrá er svo verknám í öldrunarhjúkrun og ég er ekki alveg viss um hvað ég er að fara að gera þar en þar á eftir fer ég á geðdeildir og er ekki heldur alveg með það á hreinu hvað ég er að fara að gera þar heldur ........ Spennandi

1 vinir:

Nafnlaus sagði...

Það virðist vera nóg að kíkja inn svo sem eins og mánaðarlega til að sjá nýjan pistil. Og það jafnvel þó hitt og annað sé að gerast!
Pabbi.

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com