Ég er komin til Svíþóðar í heimsókn til Stínu sys. Rosalega skynsamlegt að taka sér viku frí svona í miðjum Clausus. Endurhlaða batterínn svona æáður en loka törnin byrjar fyrir alvöru, aha líklegt, Ágústa Rós er með mér og ég var eins og undin tuska hérna á fimmtudaginn og föstudag eftir ferðalagið hingað. Ég gat ekki sofnað kvöldið áður en við komum, sofnaði kl 2 og þurfti svo að vakna aftur kl 4 en vaknaði kl 4:20 (eins og ég hafi ekki verið nógu stressuð fyrir?) vakt Ágústu og fórum af stað hún sofnaði aftur í bílnu á leiðinni út á völl en þar vaknaði hún. Hún var í gúddí fíling alveg þangað til við vorum alveg að fara um borð í vélina þá var hún pirruð en það var ok. en svo sofnaði hún í vélinni og þegar flugstjórinn sagði eithvern andsotann þá var Ágústa svo rosalega hrædd að það var fáránlegt. svo sofnað hún ekki fyrr en rétt í blá endan á fluginu. ÞAnnig að ég var voða þreitt eftir þetta ferðalag.
Það er búin að vera voða fínt hérna úti, er búin að versla jólafötin á Ágústu og svoldið af fötum á sjálfa mig, Svo erum við búnar að labba heilan helling.
Nenni ekki að skrifa meira núna
Læt nokkrar myndir fylgja


sunnudagur, október 29, 2006
Birt af Þorbjörg kl. 21:47
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

0 vinir:
Skrifa ummæli