..... erum komnar heim frá Svíþjóð. Viljum við þakka Stínu, Binna og strákunum fyrir okkur, vonandi sjáumst við sem fyrst aftur. Ágústa náði sér í þetta líka skemmtilega kvef í Svíþjóð og er enþá ekki alveg orðin góð, er enþá með hor í nös en þetta stendur nú allt til bóta.
Ágústa Rós varð 4 mánaða í gær, núna ætti ég líklega að segja "vá hvað tíminn er fljótur að líða" en mér finnst hann bara ekkert fljótur að líða, það má ekki misskilja mig og halda að mér finnist það að vera orðin mamma eitthvað leiðinlegt, mér finnst það æði, svoldið skrítið, en æði.
Þar sem það eru nú komnir 4 mánuðir síðan ég átti Ágústu Rós þá hef ég ákveðið að núna sé komin tími til að ná af sér "The baby fat". Danski er mættur í hús aftur, núna er ég ca jafn þung og áður en ég byrjaði á honum síðast. Stefni á 5-6 kg verði farin fyrir jól ;)
mánudagur, nóvember 06, 2006
Við mæðgurnar
Læt eina mynd fylgja
Birt af Þorbjörg kl. 10:11
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)


0 vinir:
Skrifa ummæli