Vaknaði áðan ( ca 5:30) við það að Skuggi var búinn að ná sér í poka innan úr cocoa puffs pakka, varð nett pirruð á látunum, fór frammúr og tók af honum pokann. Ég skreið sigri fagnandi uppí rúm aftur og var að sofna aftur þegar við heirðum ískur krassssss og svo bammmmmmmm. Stukkum frammúr, hvað í adnskotanum var að gerast? bílslys? Fórum framm í stofu glugga og kíktum út, Það var bíll inní garðinum okkar, hringdum á 112 og biðum eftir að þeir mættu á svæðið. Núna er klukkan orðin 7:30 og ég er ekki enn farin að sofa aftur.
laugardagur, júní 10, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

0 vinir:
Skrifa ummæli