Ég er að vinna síðustu vaktina mína á Skógarbæ fyrir fæðingarorlof núna. Orlofið byrjar samt ekki fyrr en 1 Júli, ættlaði að byrja það 12 júni en þar sem kerfið er svona vel fockt up þá má ég ekki byrja það fyrr en í sama mánuði og ég á að eiga. Ég hætti samt núna, er ekki viss um að ég gæti meikað fleiri vaktir hérna þó svo að ég er við hesta heilsu, það verður bara að segjast eins og það er, þetta er drullu erfið vinna líkamlega og andlega þó maður sé ekki gengin 35 vikur. Ég hef ekki verið mikið að skrifa um óléttuna á þessa síðu, held að það fari að breitast núna þar sem ég hef í raun ekkert annað til að tala um núna (sést best á því hvað ég er búin að vera léleg að blogga).
Það eru 34 dagar í settan dag hjá mér. Er ekki byrjuð að undirbúa neitt enþá, Ákvað snemma að bíða með það þangað til að ég væri hætt að vinna svona til að hafa eitthvað að gera, fékk gamlan silver cross vagn gefins, ættla að reyna að fegra hann svoldið með því að skrúbba hann vel og vandlega, og svona dúlli dúll eitthvað.
miðvikudagur, júní 07, 2006
Birt af Þorbjörg kl. 03:05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 vinir:
Skrifa ummæli