Ég vill hafa það á kristal tæru að það kemst enginn hundur með loppurnar þar sem Salka var með sporana.
Að því sögðu vill ég óska mömmu, pabba og ömmu til hamingju með nýjan íbúa í Drekahlíðinni. Mamma fór í gær í Eyjafjörðinn til að skoða hvolpa og viti menn hún tók bara einn með sér heim. Þetta er íslensk tík.
Ég er viss um að þessi hvolpur á eftir að virka eins og vítamín sprauta á heimilið, þó svo að hún eigi ekki eftir að setjast fyrir utan dyrnar hjá ömmu á slaginnu þegar jarðafarir og dánarfregnir eru búnar í útvarpinu því þá var tími til að fara út í labbitúr, Þá verðum við og kanski sérstaklega ég að muna að þetta er ekki Salka, Þetta er nýr einstaklingur sem verður að fá að sýna sig og sanna og er ég viss um að hún á eftir að gera einmitt það.
þriðjudagur, febrúar 14, 2006
Birt af Þorbjörg kl. 06:15
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

0 vinir:
Skrifa ummæli