Áfram Silvía Nótt
Var að vakna eftir smá lúr, það var hringt í mig áðan úr vinnuni og ég beðin um að taka 2 auka næturvaktir, sem er ekkert mál þannig ég fékk mér smá lúr til að sofna ekki í nótt. Átti að taka næturvaktir miðvikudag og fimmtudag, þannig að núna er ég með 4 næturvaktir í röð.
Var að taka myndir á nýju myndavélina mína, er bara að læra á alla fídusuna enþá. fót til dæmis með hana í afmælið hans hilmis og tók mynd af meistaraverkinu mínu, Bangsimon.
Systur minni fynst eitthvað skrítið hvað ég tek mikið af myndum af kisunum mínum. Mér finst það fullkomlega eðlilegt þar sem ég hef í raun ekkert annað til að taka myndir af.
Svo má ekki gleima því að við vorum að fá okkur nýjan sófa. Mér finst hann geðveikur.
mánudagur, febrúar 20, 2006
Birt af Þorbjörg kl. 17:49
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 vinir:
Skrifa ummæli