Ég er algerlega andlaus þennan mánuðinn allavega. Veit bara ekki hvað ég á að blaðra um hérna inni, fynnst sumir hlutir bara ekki koma öllum við sem kanski eru að lesa þetta blogg hjá mér. Það er ekki eins og ég lifi eitthvað geðveikt spennandi lífi. Annars höfum við það bara fínt hérna í hraunbænum, það er ekkert nýtt á nálinni að mig langar til að kaupa mér mitt eigið húsnæði, þar sem ég get gert það sem mig langar þegar mig langar og þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvenær þarf ég að tína allt dótið mitt ofaní kassa aftur og flytja. Annars er ég búin að ákveða það að þegar ég flyt héðan þá ættla ég að flytja í mín eigin íbúð, ég nenni ekki að flytja skriljónsinnum í viðbót áður en ég kaupi íbúð sjálf.
Stelpan sem býr hinumeginn við mín íbúð (svalirnar liggja saman) á sætasta kött sem ég hef nokkurtíman séð. Hún (stelpan) kom hérna í gær og var að segja okkur að það gæti þuft að taka af vatnið og bla bla, en ég spurði hana út í kisuna og hún sagðist kanski ættla að láta hana frá sér, ég sagði Skúla það þegar hann kom heim og við erum búin að ákveða að bjóðast til að taka við kisu ef hún getur ekki haft hana.
Hann er svo mikið krútt
laugardagur, janúar 28, 2006
Birt af Þorbjörg kl. 17:35
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 vinir:
Skrifa ummæli