mánudagur, nóvember 07, 2005

Ég fékk vægt taugaáfall í morgun. Var eitthvað að spá í því hvenær næsta félagsfræði skyndipróf yrði og náði því í stundaskánna, ok næsta próf er næsta fimmtudag og það er ekkert mál þannig lagað. En þá sé ég að það eru 3 vikur eftir og svo eru bara komin próf. O My God, mér finst eins og ég sé bara nýbyrjuð, er búin að vera að reyna að læra svoldið en finst eins og það festist EKKERT af því sem ég er að reyna að læra. Mér finst þetta alveg hrikalega skelfileg tilhugusn að það séu að koma próf. Mér finst ég svo van-máttug gagnvart þessu öllusaman sem er alveg rosalega óþægilegt tilfining.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com