Fór í morgun Kl 11 á verkstæði til að láta skipta um dekk á bílnum. Það var ekki alveg að gera sig að vera á því sem næst sléttum sumardekkjum í snjónum. Ég var semsagt komin klukkan 11 og byrjaði þá að bíða í biðröð sem var næstum því út á götu en þetta væri nú ekki frásögu færandi nema það að þremur tímum síðar fékk ég loksins afgreiðslu, spáið í því þremur tímum síðar og ég var ekki byrjuð að finna fyrir vott af pirring. Held að það megi segja að ég er frekar þolinmóð persóna.
mánudagur, október 31, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 vinir:
Skrifa ummæli