þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Það var eitthvað svo merkilegt sem mig langaði að deila með ykkur en núna man ég bara ekki fyrir mitt litla líf hvað það var.

Fékk feita útborgun frá vinnuni. �tti svo sem ekki von á öðru, var búin að vinna eins og bavíani allan mánuðin. Var reyndar búin að gíra mig alla upp til að fara á skrifstofuna og rífast í þeim ef ég hefði ekki fengið það sem ég bjóst við, en til allrar hamingju þá þurfti ég þess ekki.
Svo fékk ég lika góða summu til baka frá skattinum.......

þar sem ég fékk svona mikin pening þá er nú ekki annað hægt en að eyða smá í sjálfa sig, fór í smáralindina áðan og verslaði mér 3 boli og peysu. Fyrir mörgum árum keypti ég mér bol í Spörtu á Sauðárkróki og hefur sá bolur verið mín uppáhalds flík síðan þá. Fyrr á þessu ári komst ég að því að það er heil búð í smáranum sem selur bara föt með sama merki og þessi bolur sem ég var að tala um. Vægast sagt þá varð ég úber glöð þegar ég fattaði þessa búð. Það er nú kannski ekki vitlaust að segja frá nafni búðarinnar!! VILA er semsagt mál málanna hjá mér núna þessa mánuðina.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com