miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Núna er ég búin ad mæta einusinni í vinnuna. Ég er ad vinna nuna hja fyrirtæki sem heitir Epa foods eda eitthvad, en allavega ta framleidir tetta fyrirtæki shushy fyrir stórmarkadi. Ég tarf ad hjóla 10 km til ad komast tangad, sem er bara ekki svo mikid. Tad er alveg tokkalega beinn og breidur vegur alla leid. Ég er semsagt bara ad hjalpa vid ad búa til shushy, tetta er ágæt vinna svona í nokkra daga, veit ekki hvad ég myndi endast lengi vid svona einhæfa vinnu lengi, ég var sem sagt bara med 3 hreifingar í gangi í gær, taka upp, snúa mér og setja svo nidur. Tad er svoldi svona fyskvinslu bragur á tessu, allir med hárnet og í hvítum gøllum, en tad er allavega ekki vond likt tarna. En tad verdur ad segjast ad ég tala meira uppúr svefni heldur en ég geri tarna, tad er ekki aftvi ad ég er svo ófélagslynd, fólkid tarna talar bara eiginlega ekkert saman.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com