miðvikudagur, janúar 21, 2009

AK

Skólinn er kominn af stað og er nánast að verða búinn aftur. Það er bara ein og hálf vika eftir af fyrirlestrum. Verklegi hlutinn af náminu verður alltaf meiri og meiri og núna verð ég 9 vikur í verknámi. Ég er í þremur kúrsum og það er verknám í þeim öllum. Öldrunarhjúkrun, geðhjúkrun og stjórnun. Mig hlakkar mest til að fara í verknámið í geðhjúkrun þar sem að ég held innst inni að ég ef með fordóma gagnvart geðsjúkdómum og þarf af leiðandi held ég að ég hafi gott af því að kynnast þessum hluta hjúkrunar.

Ég fór til AK síðustu helgi og það var mjög gaman. Þetta var skíðaferð heilbrigðisvísinasviðsins sem er farin árlega í janúar. Ég fór með Kristínu, Margréti og Guðný í bíl og ég hef aldrei upplifað ferðalag sem var í raun langt en virkaði mjög stutt. Agnes var í öðrum bíl með öðrum stelpum. Það var planið að allir ættu að gista saman í íþróttahúsi en við erum svo mikklar prímadonnur að við gátum ekki hugsað okkur það. Pönntuðum okkur herbergi á gistiheimilinu AkurInn sem var mjög kósí og þægilegt ....... Mæli alveg með því........
Stefnan var tekin á djammið bæði kvöldin en það var töluvert skemmtilegra á föstudagskvöldinu en laugardags.
Ég fór ekkert á skíði þar sem að við gátum ekki tekið með okkur skíðin og þegar við vorum komnar uppí fjall var búið að leygja öll skíðin út, en það kom ekki að sök ;o)
Þetta var mjög skemmtilegt húsmæðraorlof og er stefnan tekin á að hafa þetta árlegt.


1 vinir:

Nafnlaus sagði...

Þetta er merkilegt skíðaferðalag svo ekki sé meira sagt.
Pabbi

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com