... er ekki gott. Það er fólk í kringum mig sem að reglulega fær kvíðaköst yfir þessu öllu saman. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa verið í verknámi meðan að stærstu öldurnar lenntu á landinu. Ég var í verknámi á 11E sem er krabbameinsdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss. Þarna er margt fólk að heyja sína síðust baráttu við krabban og oftar en ekki vinnur krabbinn, þá er ég ekki að segja að allir þeir sem að fá krabbamein deyji. Það eru þeir sem að eru að tapa barátunni sem koma á deildina, það er reyndar líka fólk sem að er fá aukaverannir meðferðanna sem koma og stoppa þá bara stutt. Það að vera svona mikið í kringum deyjandi fólk fékk mig til að hugsa minna um peninga, hagkefi ,ríkisstjórnina og meira um það hvað ég er heppin að ég og allir í kringum mig hafa heilsuna sína (í að minnstakosti þolanlegu ástandi). Ég veit að það er fullt af fólki sem að hefur það skítt, búið að spenna bogann út yfir endimörk alheimsins og svo núna er þetta sama fólk að missa vinnuna og um leið er það komið í skít, margir sem að ekki tóku til hliðar pening til að eyga þegar gúrkutíðin kæmi eða þá að fólk er búið að tapa öllu spari fénu sínu. Ég átti nokkrar rollur inná reykning sem að ég var búin að sanka að mér síðasta árið til að geta keypt jólagjafir án þess að hafa móral yfir því að vera að eyða pening sem að ég á ekki til, ég veit ekki enþá hvort að bara hluti af peningnum sé horfinn eða allur, það kemur bara í ljós. Ég er mjög róleg í tíðinni og einhvertíman þegar ég var yngri sagði mamma við mig að ef ég færi hægar þá myndi ég fara afturá bak. Ég nenni ekki að hafa áhyggjur fyrirfram, ég skal taka þátt í panikinu þegar ég fæ ekki lengur mat og allar búðar hillur eru orðnar tómar. Það að ég hafi áhyggjur hjálpar ekki neitt, vörubyrgjar fá ekkert frekar gjaldeyri þó að ég fái magasár af stressi.
þriðjudagur, október 21, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 vinir:
Skrifa ummæli