Þannig er það að þegar það er mest að gera hjá mér þá blogga ég minnst, svo nenni ég ekki að segja frá því sem á daga mína hefur drifið.
Til að byrja með þá tognaði ég á liðböndunum í vinstra hné, sem er sama hnéð og ég hef 4 sinnum farið úr lið á. Ég hélt fyrst að ég hefði farið úr lið en svo reyndist ekki vera, ég áttaði mig á því dagin eftir þegar hnéið var ekki fjórfalt. Þetta gerðist 2 dögum fyrir sumarfrí :o)
Í sumarfríinu okkar fórum við hringinn.
Fórum í dýragarðinn Slakka.
Stoppuðum við Skógarfoss
Stjórnarfoss
Hundafoss
Ferðina enduðum við heima á Sauðárkrók þar sem Egill og Hilmir voru í heimsókn hjá afa og ömmu.
Yours truly náði þeim merka áfanga að verða 26 ára fyrr í mánuðnum.
6 mánaða limitinu á bílaeign var náð fyrir svolitlu síðan og var skipt um bíl í dag. Avensisin var seldur og BMW 325i varð fyrir valinu. Eldgamall, 4 árum yngri en strákurinn sem seldi okkur hann.
6 mánaða limitinu á bílaeign var náð fyrir svolitlu síðan og var skipt um bíl í dag. Avensisin var seldur og BMW 325i varð fyrir valinu. Eldgamall, 4 árum yngri en strákurinn sem seldi okkur hann.
0 vinir:
Skrifa ummæli