Ég er komin í frí frá skólanum, kláraði fyrir viku síðan. Er byrjuð að vinna aftur á Dropó, fínt að vera bara að vinna, þegar ég kem heim á daginn þarf ég ekki lengur að vera með sammara yfir því að vera ekki að læra. Get bara gert það sem ég vil. Stína sys er komin heim, mikið fjör mikið gaman.
Gleymdi að kaupa hjálm þegar á keypti hjólið og í hvert sinn sem ég fór að hjóla leið mér eins og ég væri pottþétt að fara að detta í þeirri ferð. En það er búið að redda þeim málum, fór í dag og fjárfesti í hjálm fyrir mig og Ágústu Rós. Hún var að fá fyrsta hjólið sitt, er komin á þríhjól sem Stína og Co. passed on til okkar :o)
Læt eina mynd af snúllu fljóta með


0 vinir:
Skrifa ummæli