þriðjudagur, maí 06, 2008

Nóg að gera á þessu heimili. Alltaf þegar það er nóg að gera hugsa ég hvað ég gæti nú bloggað um þetta eða hitt en svo er það alltaf þannig að það verður ekkert úr því. Ég ættla að reyna að koma allavega einhverju frá mér.

Ég fór semsagt til Stokkhólms að heimsækja Stínu sys og Co. Mikið gaman mikið fjör. Verslaði eins og mófó en var samt bara með 2 kg í yfirvikt á leiðinni heim, sem segir eginlega bara meira um það hvað ég tók lítið af fötum og dóti með mér út. Ég og stína létum verða af því að taka leigara niðrí bæ og ættluðum að fara á einhvern mega skemmtó stað en strákluffsan vildi ekki leipa okkur inn þar sem að við fengum okkur sitt hvorn sopan af svona prufu flösku af tópas skoti í röðinni. Ég hélt að við myndum deyja úr hneigslun en stauluðumst í burtu, fundumm annan stað eftir svolitla leit. Vorum bara ansi hressar á kanntinum og enduðum á því að taka lestina heim og vá hvað það er ekki gott þegar maður er vel í glasi. Þessi ferð var rosalega skemmtileg í alla staði og þakka ég Stínu sys kjærlega fyrir mig.



Ég var í verknámi á skurðstofunni á Hringbraut akkúrat vikuna sem að þær ætluðu að ganga út. Verknámið sjálft var frábært, ég fékk að skrúbba mig inn í aðgerð þar sem að var verið að taka gallblöðru, mega gaman. Ég er ekki vissum að ég sérhæfi mig í því að verða skurðhjúkrunarfræðingur en ég útiloka ekki svæfingarhjúkrun :o)

Ég er að byrja í 3 vikna verknámi á handlækningardeild í fossvoginum, B-6 heila-, tauga- og æða skurðdeild. Hlakka bara til að byrja og þegar ég er búin með þessar 3 vikur taka við ritgerðarskrif og þá er ég búin með 2. árið í hjúkrunarfræði.

Ég man ekki hvort að ég var búin að segja frá því að ég náði semsagt öllum prófunum sem ég tók í febrúar :o)

Addi bróðir var að passa Noru fyrir mig en hann var að flytja núna fyrir nokkrum dögum og gat ekki tekið hana með sér. Ég gat ekki hugað mér að finna bara eitthvað heimili fyrir hana og vita ekkert hvað verður um hana þannig að við Skúli tókum þá ákvörðum að láta svæfa hana.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com