miðvikudagur, apríl 02, 2008

Skúli er úti í skotlandi og er búinn að vera þar síðan á fimmtudaginn og kemur heim næsta sunnudag. Ég átti að vinna núna á mánudag, þriðjudag og í dag en Ágústa Rós er búin að vera lasin síðan á sunnudag og í dag var fyrsti dagurinn sem hún var hitalaus. Dæmigert bara er það ekki?

Mér finst ég vera knúin til að segja það einhverstaðar á prenti að ég styð ekki aðgerðir trukkabílstjóra, þar sem að þeir virðast halda að allir styði þá. Auðvitað eigum við íslendingar að standa upp og láta í okkur heyra þegar við erum ekki sátt við eitthvað en það sem trukkabílstjórar eru að berjast fyrir (fyrir utan lækkun á bensín sköttum) er að mestu einhver atriði sem koma mér bara ekkert við (hvíldartími og eitthvað annað), ég vill ekki að þeir loki mikilvægum umferðaræðum sem getur komið sér ílla fyrir lögregluna, slökkvilið og sjúkrabíla. Lækkun á bensínverði er eitthvað sem mér finnst að eigi ekki að gera þar sem ríkistjórnin þarf að fá peninga einhverstaðar frá til að laga göturnar sem trukkar standa sig vel í að skemma. Einnig er það ekki lengur dýrast í heimi hér eins og svo margt annað og ríkið er að leggja minna á það hér heldur en annarstaðar skv fréttum. Einnig held ég að ef þeir lækka skattana þarna þá komi það bara í bakið á okkur annarstaðar. Afhverju ekki að einbeita sér að heimskulegum tollum eins og þeim sem hanga á ipodum afþví að það er sko nauðsinjar vara.

Einnig má benda á þann mögueika fyrir fólk að minnka bara notkun á bílum! eða er það algerlega óraunsær möguleiki? Er strætó bara fyrir aumingja?

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com