þriðjudagur, mars 18, 2008

Ég er byrjuð að vinna á droplaugastöðum, er farin að taka semí hjúkkuvaktir, það er annar hjúkrunarfræðingur í húsinu sem ég get hringt í ef að ég lendi í aðstæðum sem ég er ekki klár á. Ég hef unnið við aðhlynningu síðan 2000 og það er gríðarlega furðulegt að vera ekki að gera það núna þegar ég er í vinnunni. Það sem ég er að gera núna er mikklu meira áreyti, hlaup og óvissa and I love it.

Ég er búin að fá einkannir fyrir 3 af 4 prófum sem ég fór í febrúar, er nokkuð viss um hafa náð síðasta prófinu þannig að engin sumarpróf á þessum bæ, thank goooooooood.

Skúli er að fara til Skotlands í næstu viku, hann er hluti af landsliðinu í snooker og er að fara að keppa á meistaramóti. Ég er sko íkt stolt af mínum manni.

Ég byrja í verknámi í 28. apríl. Áður en það byrjar fer ég hins vegar til Svíþjóðar í síðasta skipti að heimsækja elskulega systur mína og co. áður en þau flytja á klakann. Hlakka ekki lítið til, hún er auðvitað búin að lofa massa stuði og skemmtileg heitum. LOL. Það verður krúsað um H&M, lyndex og margar aðrar búðir sem ég kann ekki að nefna.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com