laugardagur, febrúar 09, 2008

Próflestur !!

Ég er uppí skóla að læra fyrir próf. Ég fer í lokaprófin mín núna í lok febrúar. Síðan byrjum við í verknámi einn hópurinn á fætur öðrum, ég er í síðasta hópunm þannig að ég fer ekki fyrr en í lok apríl.
Það er árshátíð hjá Curator í kvöld en ég og Kristín ákváðum að fara ekki og vera frekar að læra núna um helgina þar sem að það eru bara 13 dagar í fyrsta próf. Auðvitað drullulangar mig til að fara núna og djamma feitt með krökkunum en í stað þess sit ég núna uppí Eirberg í gúddí fíling að læra.

Mikil krísa búin að vera hjá mér að ákveða mig hvað ég vill gera þarna á milli prófa og verknáms, augljóst að ég fer að vinna en þar byrjaði krísan. Á ég að fara að vinna á LSH og fá ekki svo glæsileg laun og vera að vinna við aðhlynningu me möguleika á námstækifærum eða fara á elliheimili og vera á "hjúkku" vöktum og fá svoldið meiri pening en á LSH. Ég ákvað að halda mig við það sem ég kann allavega eitt sumar í viðbót. Hata ekkert meira en að byrja í vinnu og hafa ekki hugmynd um hvað ég er að gera, á ellihimilum er alltaf sami takturinn en maður þarf bara að kynnast himilisfólkinu. Ég skoðaði hrafnistu, grund og droplaugastaði og endaði á því að velja Droplaugastaði.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com