fimmtudagur, október 11, 2007

Einu sinni er allt fyrst, Skúli bloggar!

Endemis vitleysan í þessum borgarmálum. Ef það er einhverntímann sem mig hefur langað til að vera með blogg þá er það núna. Ætla bara að misnota bloggið hennar Tobbu í þetta sinn þá :)

Það er ótrúlegt hvað Björn Ingi Hrappsson ætlar að sleppa vel frá þessu klúðri. Hann var auðvitað í þeirri lykilstöðu að vera sá eini sem gat sprengt þetta samstarf og eina leiðin fyrir fyrrverandi minnihluta til að komast í stjórn var með hans hjálp. Hann skynjaði auðvitað að skútan var komin á ólgusjó og hugsaði að sjálfsögðu bara um að bjarga eigin skinni eins og sönnum framsóknarmanni sæmir.

Ég held að minnihlutinn hafi ekki getað hugsað sér verri aðstæður til að mynda meirihlutastjórn. Þau einfaldlega URÐU að taka Björn Inga með sér og allan skítinn sem hann hefur í eftirdragi. Svo er bara að brosa framan í myndavélarnar og segja einhverjar klisjur eins og að "Við erum félagshyggjustjórn sem mun standa vörð um hagsmuni borgarbúa í orkumálum" Bara eitthvað nógu klisjað sem við getum hent framan í borgarbúa til að byrja með.

Ég er samt sem áður feginn að þetta mál komst í dagsljósið. Þetta er gjörsamlega óþolandi og ólíðandi hvernig Björn Ingi og Vilhjálmur hafa hagað sér í þessu máli. Verstur þykir mér fundurinn hjá Hauki Leóssyni, Bjarna Ármanssyni og hvort það var Björn Ingi sem var þriðji maður þar sem ákveðið er að selja Bjarna Ármannssyni X hlut í REI á verði sem þeir ákveða sjálfir! Fyrr mun ég dauður liggja en að fjármálarisarnir nái með þekkingu sinni á lögum og viðskiptum að hrifsa af okkur þessa auðlind og þeim tekjumöguleikum sem hún hefur uppá að bjóða. Og með hjálp manna eins og Björns Inga sem greiða þeim leiðina.

Það kom mér á óvart að Svandís skyldi láta eftir borgarstjórastólinn eða öllu heldur að Dagur skuli hafa farið fram á hann því mér þykir það nú augljóst hver hafi leiðtoga hæfileikana í hópi hinna Fjögurra Fræknu. Reyndar verð ég að viðurkenna að mér finnst hún hafa staðið sig afskaplega vel í þessu máli. Hún jarðaði Vilhjálm á aukafundinum í gær og var mjög skarp í öllum málflutningi .

Því miður þá held ég að við borgarbúar séum ekkert betur sett með hina nýju meirihluta borgarstjón. Forsendurnar fyrir þessu samstarfi þykir mér svo óeðlilegar að ég tel engar líkur á að þetta geti gengið. Margir hnútar sem þau eiga eftir að þurfa að höggva á og alls ekki sjálfgefið að málin leysist

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com