Ég er búin í prófunum. Kláraði í gær.
Veit ekki alveg hvort ég á að vera að tjá mig eitthvað rosalega mikið um það hvernig mér gekk. Fyrsta prófið er það sem ég hef mestar áhyggjur af, lífeðlisfræði. Ég hef áhyggjur af því afþví að ef ég næ ekki því prófi fæ ég ekki námslán en ekki afþví að mér fanst mér ganga eitthvað illa. Ég er búin að fá út úr fósturfæðinni og gæti ég bara ekki verið ánægðari með útkomuna, 9.5 er bara fínasta einkun. Svo er bara að bíða eftir hinum einkununum.Ágústa er að læra að standa upp og labba með, þar af leiðandi er hún svoldið í því að detta. Hún datt bara svona eins og gengur og gerist á laugardaginn en hitti þá á einhverja æð og þá byrjaði að blæða, ég hef bara aldrei séð annað eins ferlíki á hausnum á neinum.
Það sést aðeins á þessari mynd. Ég veit að ef börn detta þá er nú ekkert gert í því nema þau missi meðvitund eða sína breyting í hegðun en þar sem þetta varð bara að ferlíki þá var mér bara ekki sama. Við kíktum uppá slisó og þar var mér sagt (eftir 1 og 1/2 tíma í bið) að það er ekkert gert við svona af Dr. House sjálfum (eins og Skúli kallar hann), ef börn detta úr sinni egin hæð og á jafsléttu. Núna er bara að bíða eftir að þetta fara, það á eftir að taka ca 3 vikur.
Núna er ég bara komin í frí. Ég var í einhverjum pælingum að fá mér vinnu áður en við förum til Svíþjóðar en þar sem Skúli er að nýta skattkortið mitt þá borgar það sig varla. Ég ættla þess í stað að gera bara allt spikk and span hérna heima, undirbúa bæði þórsmerkurferð og Svíþjóðarferðina og einnig vonast ég til þess að ná að opna efnafræðibókina mína og kíkja aðeins í hana svona til að koma mér af stað aftur fyrir sumarprófið.
þriðjudagur, maí 15, 2007
Sumarfrí
Birt af Þorbjörg kl. 21:23
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 vinir:
Skrifa ummæli