mánudagur, apríl 02, 2007

Það er ótrúlega margt í gangi hjá dóttur minni núna þessa dagana.

Hún er komin með 4 tennur og ég er bara ekki frá því að nr 5 sé á leiðinni niður. Hún er á fullu að reina að standa upp en það er ekki alveg komið enþá. Hún var frekar pirruð allahelgina, hún vildi bara fá að vera í fanginu á okkur sem er NB mjög óvenjulegt fyrir hana. Hún var svo lítil og sæt í sér. Hún er búin að læra að setjast upp, hún bakkar eindfaldlega uppá rassin. Ég er búin að lækka rúmið hennar í neðstu stöðu.

Það er svosem líka alveg nóg að gera hjá mér.

Er að vinna í ritgerð sem gegur eitthvað voðalega hægt, svo er bara komið að pófum nánast.
Við förum til svíþjóðar í sumar með pabba, mömmu og ömmu. Hittum þar Stínu og co og svo kemur Addi frá DK. ég get ekki beðið ég hlakka svo til. Mér finst vera alveg hrikalega langt síðan við vorum öll saman á einum stað. Ef mér reiknast rétt til þá var það jólin 2005.
Við förum í tvær fermingar þetta árið, Sigríður Kristín dóttir Nínu systir mömmu og Guðlaug dóttir Rósar systur Skúla eru að fermast. Mér finst gaman að mæta í svona veislur, mér hefur fundist vera aðeins of miklil umræða um það hvað fólk nennir ekki að mæta í veislur heldur gerir það bara af skildurækni. Þegar ég verð næst með einhverja stóra veislu þá vill ég að fólk mæti afþví að því langar til þess en ekki afþví að því finnist því þurfa að mæta.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com