Ég og Skúli fórum út að borða í gærkveldi með krökkunum sem eru að vinna á Snooker & Pool stofunni. Fengum okkur að borða á Tapas, skulum ekki hafa mörg orð um það. Þegar við vorum búin að borða fórum við í keilu, sem var mjög gaman en það endaði með því að lögreglan var kölluð til. Svona er þatta með suma stráka sem hafa geinilega aðeins og mikið testosteron í sér og enda alltaf í slagsmálum. Ég og Skúli fórum heim en við fréttum í morgun að einn strákurinn vaknaði á löggustöð með brotinn handlegg og annar vaknaði munandi ekki neitt með skurð í andliti sem þurfti að sauma. Tek það framm að þeir voru ekki að slást við hvorn annan.
Ég skil ekki svona.
laugardagur, mars 17, 2007
Birt af Þorbjörg kl. 16:06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 vinir:
Skrifa ummæli