föstudagur, júní 16, 2006

Operation No Cats in Bedroom hófst á mánudaginn sem leið. Það er komin föstudagur og það gengur bara nokkuð vel enþá. Þetta er auðvitað allt liður í því að gera heimilið barnvænt og allt það.

Fyrir akkúrat viku síðan var ég voða mikið að stússast út um allan bæ að leita mér að skiptiborði, fór í flestar ungbarna verslannir sem ég vissi um og athugaði með skiptiborðin þar, ekki í neinni einustu búð hafði ég erindi sem erfiði og sá það alltaf strax að þær voru ekki með það sem ég var að leita að. Það sem ég vildi var bara venjulegt skiptiborð sem var með skúffum og engu baðkari. Ef það voru skúffur þá var líka baðkar, ef það var ekki baðkar þá voru ekki skúffur. Fyrir nokkru síðan var ég búin að finna skiptiborðið sem mig langaði í í Ikea. Ég ákvað að fara bara þangað og athuga hvort að það væri nú ekki alveg örugglega bara það sem ég vildi, skoðaði sýningarborðið í bak og fyrir og ákvað að þetta væri það sem ég ættlaði að kaupa. Á leiðinni að sjalfsafgreiðslulagernum kom ég við í ódýra horninu og þar beið það eftir mér, 6000 kr ódýrara og það eina sem var að því að það var búið að setja það saman.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com