Það er nú ekki mikið spennandi lífið mitt þessa dagana. Er alveg að fara að hætta að vinna. Á bara 5 vaktir og afganginn af þessari eftir. Síðasta vaktin mín er 5 júni, verð að viðurkenna að ég verð voða glöð þegar ég verð búin, þá er bara mánuður eftir.
Fórum í gærkveldi á Sjávarkjallaran með vinnuni hans Skúla, þetta var árshátíðin þeirra. Það er ofsalega spes andrúmsloft þarna og ekki er maturinn minna spes. Ég smakkaði meðal annars kengúrukjöt, marineraðan túnfisk og djúpsteiktan krabba.
Skúli var heima stóran hluta vikunnar veikur, er að vona að honum hafi ekki tekist að smita mig.
mánudagur, maí 29, 2006
Birt af Þorbjörg kl. 01:31
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 vinir:
Skrifa ummæli