Var að horfa á HOUSE áðan og þar sem sá þáttur er á skjá 1 þá var slatti af auglýsingum inn á milli. Sá tvær auglýsingar sem fengu mig aðeins til að hugsa.
Fyrsta auglýsingin var frá símanum. Þeir eru með einhverja herferð í gangi núna sem heitir SMS, eða eitthvað svoleiðis. Það sem mér fanst truflandi við þá auglýsingu er að hún var og er að hvetja fólk til að senda bara sms í stað þess að tala face to face við fólk. Málið er semsagt að auglýsingin er þannig að stelpa er að segja strák upp og það er verið að ýja að því að það væri bara að segja honum upp með smsi. Hvað er eiginlega að, kannski er ég bara tepra sem fattar ekki húmorinn við þessa augl.
Seinni auglýsingin er frá Papinos. Fín auglýsing og allt það, en er það bara ég sem sé feita tengingu við Dominos. Símanúmerið, litirnir og Mega 52 eitthvað. Ekki það að ég sé svo heitur aðdáandi Dominos en mér finst þetta eitthvað svo furðulegt (veit ekki hvort að siðlaust sé rétta orðið til að lýsa því).
fimmtudagur, október 06, 2005
Birt af Þorbjörg kl. 23:28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 vinir:
Skrifa ummæli