fimmtudagur, júlí 28, 2005

Ættli það sé ekki komin tími á það að ég bloggi smá, þannig er það nú bara að ef ég blogga ekkert í smá tíma þá hleðst upp það sem mig langar að segja frá og þá nenni ég ekki að byrja.

Humm where to start........
Eins og síðasti póstur sagði þá er ég búin að koma öllum kettlinunum mínu frá mér. Nora var skulum við segja þokkalega sátt, mjálmaði samt heil ósköp á hverju kvöldi þegar við vorum að fara að sofa og leitaði allstaðar þar sem henni datt í hug að þeir gætu hugsanlega verið. � endanum hætti það.
Við erum semsagt búin að fara með hana í geldingu, vorum sammála um það að við vildum ekki fá fleiri geðigjafa á heimilið frá henni. Skúli fór með hana um morguninn á Dýraspítalann Víðidal og ég sótti hana seinna um daginn. Hún var vökknuð af svæfingunni og þegar við komum heim þá var hún eins og hún væri full. Hún náði ekki að fóta sig, hún datt og svo var hún auðvitað mjög aum á maganum þannig að ekki var hægt að halda á henni til að vera extra góður við hana. Núna gæti maður haldið að þetta sé ný kisa, þó að hún hafi verið kelin fyrir þá er hún æðislega kelin núna. Þegar hún var á spítalanum þá var hún líka bólusett og merkt, við vitum auðvitað ekki hvort að það var búið að gera eitthvað af þessu þannig að við ákváðum bara að allur er varinn góður.


Er búin að lesa Harry Potter and the half-blood prince eftir J.K.Rowling. Fólk er ekki á eitt sátt um hvort bókin var góð eða ekki. ég get ekki sagt annað en að mér fanst hún góð, þó ekki jafn góð og hinar en samt góð.


Mig farið að klæja í lófana, ég get ekki beðið eftir að komast í skólann. Er komin með ógeð á vinnuni. Er byrjuð að telja niður, það eru bara 14 vaktir eftir.

Nenni ekki að segja meira í bili en ég skal reyna að blogga oftar.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com