miðvikudagur, júní 08, 2005

Það er nú meira hvað vinnan mín er viðburðarík þessa dagana.

Ég held að ég hafi verið á kleppi mánudags og þriðjudags kvöld, það var svo mikið að gera að við vorum að drukkna í uppvaski og viðskiptavinum.
� dag var ég á dagvakt sem var fínt. Meira að gera en venjulega en samt ekki eins mikið og síðustu kvöld þannig að ég var sátt. Reyndar vildi kvörninn í vaskinum ekki virka þannig að ég var ekki sátt við hana en ég fékk hana til að virka á endanum, enda kominn tími til, staflarnir af diskum orðnir skuggalega háir. Þegar kvöldvaktin mætir þá byrjar ein stelpan á því að vera 30 min of sein. Klukkan 19:30 byrjar uppþvotta vélin að leka, það var enginn smá leki hún lak bara öllu vatninu sem var í henni, eldhúsið var á floti. Þar sem vélin var biluð þurfti að fara að handþvo allt og þá brottnaði glas í kvörninni og hún var ó vinnufær þegar ég fór heim kl 8. Þetta sýnir bara að þegar eitt fer úskeiðis þá fer allt sem hægt er úrskeiðiss. Guði sé lof að ég var bara á dagvakt.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com