mánudagur, febrúar 14, 2005

Ég er alveg að verða búin með kvöldvaktar vikuna mín, bara ein vakt eftir. Þannig er það nú í þessari vinnu minni að ég rúlla á ákveðnum vöktum, þær eru alltaf eins. Ein vikan er bara vaktir frá 18 til 24. Þetta eru fínar vaktir en það verður bara smá pirrandi í lokinn að þurf alltaf að horfa á alla hina krakkana fara heim kl 21, 22, 23 og vera svo ein eftir til að ganga frá, stundum erum við reyndar tvær, en það er samt ekkert gaman að loka staðnum.

Annars er bara voða lítið að frétta. Var að passa frænda minn hann Hilmi Snorra á sunnudag, hann er alltaf eins og ljós þegar ég passa hann, ekki að ég geri það oft en ég reyni að gera það þegar ég er beðin og get. Gaman að geta þess að hann þekkir mig núna, segir meira að segja nafnið mitt alltaf þegar hann sér mig. Það er kannski ekki svo merkilegt en mér finnst það æðislegt að hann þekki mig með nafni. Þegar Stína kom heim þá fór hún með mig að sýna mér nýju villuna sína. Líst bara vel á þetta allt saman.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com