mánudagur, nóvember 29, 2004

Það er mjög góð ástæða fyrir því að ég er ekki búinn að blogga í smá tima. Það er búið að vera pínu mikið að gera hjá mér, ekkert brjálað en allavega meira en síðustu 2 mánuði.

Ég er búin með 2 af 3 prufu vöktunum mínum á American Style og líkar mér þessi vinna bara nokkuð vel. Gæti vel hugsað mér að vinna við þetta í nokkra mánuði allavega. Allt hefur gengið stórslysa laust fyrir sig, er ekki búin að gera neina gloríu enþá.

Svo er hitt málið......

Ég er komin með íbúð. Þessi íbúð er á horninu á Grettisgötu og Barónstíg, 40 fm stúdíó íbúð, var rakarastofa hér í denn. Fæ hana líklega afhenta á miðvikudag, tek myndir af henni og set inná netið, fyrir ykkur áhugasömu um líf mitt.

Ég held að þetta summi ágætlega upp það sem gerst hefur síðan ég kom heim.
� 5 dögum er ég komin með vinnu og íbúð.
Gott mál, fynnst mér allavega.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com