laugardagur, september 18, 2004

Jæja þá er komið að því, ég er komin heim.

Ég er semsagt hætt á Kirkjubæjarklaustri. Ég á eftir að mynnast þessa sumars sem sumarsins sem ég svaf rosalega mikið. Þegar ég hugsa um þetta tímabil þá get ég ekki sagt annað en að ég sé bara nokkuð sátt við það og bara örfáir hlutir sem fóru ekki alveg eins og skildi, en það þýðir víst ekki að fást um það.

Núna tekur við nýtt tímabil.

Senn líður að því að ævintýraferð mín til Danaveldis hefjist.
Eins spennt og ég er þá er ég líka skíthrædd við þennan fjanda sem ég er að koma mér í.
Ég er að renna algerlega blint í sjóinn með þetta, ég er ekki búin að finna vinnu né húsnæði, það er bara að vonandi að það reddist bara þegar ég er komin út. Ég er reyndar ekki alveg heimilislaus, ég er búin að fá inn hjá henni Christine vinkonu minni, einnig ættlar hún að aðstoða mig í því að finna vinnu og húsnæði. Sú hjálp er rosalega vel þeginn þar sem ég skil ekkert rosalega mikið í hrognamáli Dana
Ég verð bara að horfa á björtu hliðarnar á þessu öllusaman og vona að þetta eigi eftir að ganga vel. Hvernig sem þetta á eftir að fara hjá mér þá á ég allavega eftir að læra helling af þessari reynslu, eða það vona ég ..........

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com