mánudagur, september 20, 2004

Bara 8 dagar. � ég að trúa þessu, það eru bara 8 dagar þangað til að ég flyt út. Núna verð ég að nýta tíman vel og gera það sem þarf að gera áður en haldið verður út. � dag fór ég í ráðhúsið hérna og fékk eitthvað blað til þess að sækja um að flytja lögheimili mitt til dk, svo fór ég að redda málunum í bankanum, sem var alveg ótrúlega auðvelt. Ég elska það að vera með viðskiptin mín hérna á króknum, hérna þekkast allir og ef það er eitthvað vesen þá er það bara ekkert mál að redda því. Einnig þá er ég búin að laga öll þau föt sem eitthvað var að.
þetta er semsagt búinn að vera bara nokkuð vel nýttur dagur.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com