miðvikudagur, nóvember 05, 2008

:o)

Var að koma heim. Var í dag og í gær á kynningum á stoðdeildum, fór í gær á líknadeildina í Kópavogi og fengum við líka nasasjón af heimahlynningu. Í dag fórum við á dagdeildina fyrir krabbameinssjúklinga fyrir hádegi og eftir hádegi fórum við á geisladeildina.
Ég er í rauninni ekki búin að gera neitt í dag nema hlusta og meðtaka upplýsingar og OMG hvað ég er tóm í hausnum núna.

Breytti útlitinu á blogginu í gær, var komin með nóg af hinu. Nenni ekki að setja gamla commenta kerfið aftur inn, það er svo helvíti leiðinlegt. Þetta sem er núna er frekar leiðinlegt en það má alveg notast við það.

Innan við mánuður í prófin og ég er í tveimur fögum sem ég kann EKKERT í, gaman að þessu :o)

2 vinir:

Erla sagði...

mér finnst nýja lúkkið óóóótrúlega flott!

Þorbjörg sagði...

Gamað að fá smá við brögð :o)

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com