mánudagur, nóvember 24, 2008

Þegar maður er í prófum er hvert tækifæri nýtt til að tala um eitthvað annað en námsefnið. Einhverra hluta vegna fórum við að tala um ljóð, þá mundi ég eftir þessu litla ljóði sem ég var látin læra í grunnskóla.


Slysaskot í Palestínu

Lítil stúlka. Lítil stúlka.
Lítil svarteyg dökkhærð stúlka
liggur skotin.
Dimmrautt blóð í hrokknu hári.
Höfuðkúpan brotin.

Ég er Breti, dagsins djarfi
dáti, suður í Palestínu,
en er kvöldar klökkur, einn,
kútur lítill, mömmu sveinn.

Mín synd er stór. Ó, systir mín.
Svarið get ég, feilskot var það.
Eins og hnífur hjartað skar það,
hjarta mitt, ó, systir mín,
fyrirgefðu, fyrirgefðu,
anginn litli, anginn minn.

Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com