fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Núna eru prófin alveg að verða búin, komin með uppí kok af því að læra. Nenni ekki að læra meira og á næringarfræðinn eftir að líða fyrir það.

Síðasta prófið er á morgun og ég tók mér frí í gærkveldi, fór heim til að sjá barnið mitt lengur en hálftímann sem það tekur okkur að komast út á morgnanna. Gat bara ekki beðið lengur, hlakka til að byrja að vinna og fara svo í verknám í lok apríl. Ég fer á heila, tauga og æða skurðdeild en fyrst verið ég heila viku í veknámi á skurðstofu þar sem ég mun fylgjast með aðgerðum á fólki. Hlakka bæði til og kvíður fyrir, eftir að ég átti Ágústu er ég orðin svo hrikalega viðkvæm fyrir öllum viðbjóð en hlakka samt svo til að fá að horfa inní fólk, hahahah.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com