miðvikudagur, október 17, 2007

Sumir stíga nú ekki í vitið

Tekið af mbl.is


"Starfsmannafélag Kópavogs krefst fundar með launanefnd sveitarfélaga til að bæta úr óréttlæti í kjaramálum. Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður starfsmannafélagsins, afhenti Gunnari Rafni Sveinbjörnssyni, formanni launanefndarinnar, kröfubréfið persónulega á mánudag. Í því segir að tilefnið séu yfirlýsingar Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi, um að ekki fáist hæft fólk til starfa hjá bæjarfélaginu á launatöxtum sem þar gilda. Í gær hittist stjórn félagsins vegna málsins.

Bæjarstjórinn var að útskýra rífleg launakjör Guðmundar Gunnarssonar verkefnisstjóra þegar hann móðgaði marga starfsmenn bæjarins. Bæjarstjórinn telur orð sín mistúlkuð. Hann hefur áréttað að margt ágætis fólk vinni á launatöxtum Kópavogs, þótt Guðmundur fái meira."


Það getur ekki verið að maðurinn sé hissa á því að fólk sem vinnur á taxta verði fúlt!!!


Eða hvað?

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com