föstudagur, október 19, 2007

On fire

Það logar allt í Hjúkrunarfræðings heiminum.

Fréttir á mbl.is greindu frá því að Hjúkrunarfræðingar á LSH vildu biðja lækna að láta af ófaglegum skrifum um hjúkrunarfræðinga og þeirra störf.

Vá hvað ég varð forvitin þegar ég las þessa frétt bara núna fyrst var ég að sjá þessa grein sem var skrifuð af lækni um hjúkrunarfræðinga.

Margir hjúkrunarfræðinagr hafa skrifað svar við þessari grein og má sjá þau hér, hér og hér.

Það er auðvitað bara hlægilegt að þessi viðhorf séu í gangi enþá. Mér finst greinin hans Þorsteins mjög góð og þá sérstaklega þessi setning "Líklegast er Helgi Hafsteinn þó að vísa til þess þegar hjúkrunarkonur voru undirsettar læknum sem allt gátu og vissu."

Við erum ekki lengur aðstoðarfólk lækna, við erum sjálfstæð stétt sem vinnur með læknum og til þess að sjúklingum geti vegnað vel þarf samstarf á milli lækna og hjúkrunarfræðinga að vera gott.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com