Ekki það sem er efst á to do listanum mínum.
ÞAð er alveg haugur af hlutum í gangi. Ég og Ágústa Rós komum norður í sæluna rétt eftir að við komum heim frá svíþjóð. Ég er að vinna á dvalarheimilinu hérna og Ágústa er að njóta lífsins hjá afa sínum og ömmu þegar ég er í vinnuni. Ég á 3 vaktir eftir og þá er ég komin í smá lestrar frí. Ég er að fara í tvö próf núna í sumar en ég ættlar bara að hafa sem fæst orð um það hvernig gengur að troða efninu aftur inn.

Ágústa er búin að eiga eins árs afmæli. Við héldum bæði veislu hérna fyrir norðan og svo aðra fyrir sunnan. Ég vill nota tækifærið og þakka öllum fyrir komuna.

Við erum búin að fá íbúð á stúdentagörðum.
Fengum íbúð á Vetragörðum sem ég er mjög sátt við þar sem það er aðstaða þar til að hafa þvottavél, sem er lúxus sem ég hef ekki orðið aðnjótandi. Hef bara alltaf haft aðgang að þvottavél, Ég get ekki beðið þó ég sé ekki að nenna að flytja.

Ef það er einhver sem hefur áhuga á að kaupa sófann minn þá er bara um að gera að slá á þráðinn til mín.
Ef það er einhver sem vill hýsa kisurnar mínar á meðan ég bý á stúdentagörðum þá má sá hinn sami gefa sig framm.
0 vinir:
Skrifa ummæli