sunnudagur, júní 24, 2007

Ég er komin heim frá svíþjóð og komin alla leið "heim" á Krók. Ég og Ágústa Rós verðum hérna í sumar, ég að vinna og hún að snúllast með ömmu sinni á meða ég er að vinna. Skúli er bara heima í borg óttans og saknar okkar öruglega alveg helling (það vona ég allavega).

Ferðin til Svíþjóðar var mjög fín, ég fékk blóðsugu á mjöðmina sem er jafn stór og þessi , (komma), blóðsugan ekki mjömin (hahahaha). Sumarhúsin sem við gistum í voru rosalega fín og ef einhver hefur áhuga þá er ég með e-mail hjá fólkinu sem leigði okkur þau.

Er í voða blogg lægð þessi missein en ég er að safna í nennu til að setja inn myndir á síðuna hennar snúllu.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com