Fyrsta prófið mitt er í dag. Það er próf í verklegri hjúkrun! Hvernig á að bera sig við að hjálpa fólki ( t.d. að mata það, búa um rúmið, hjálpa því að færa sig úr stað ef það getur það ekki sjálft, mæla blóðþrýsting og margt annað).
Ég fer í 6 próf núna þessa önnina. í sumar þarf ég að taka tvö sumarpróf. Ég var að vonast til þess að það væri bara eitt en það lítur allt út fyrir að það verði tvö. Málið er semsagt það að það var tæplega 55% fall í efnafræði kúrsinum og er ég þar á meðal. Ég náði þessu kúrs í fyrra og mér finnt þetta það súrasta epli sem ég hef þurft að bíta í. Ég er ekkert einsdæmi með þetta og er mjög mikil óvanægja hjá fyrsta ári með hvernig þetta fór, kannski óþarfi að benda á það að meðaleinkun var undir 5 og hæðsta einkun var 8,5 og NB það var bara einn með þá einkun. Við ákváðum að kæra prófið. Það gengur vægast sagt illa að koma okkar skilaboðum á framfæri, það er eins og tala við vegg að reyna að díla við háskólann. Málið er að þessi kúrst er aðkeiptur af efnafræðideildinni og þar með vilja hvorki hjúrunarfræðideildinn né efnafræðideildinn bera ábyrgð á honum.
Það er margt sem ég nenni ekki að útlysta hérna en allavega þá er það ekki prófið sjálft sem ég er ósátt við. Það er örugglega í samræmi við námsskrána og þannig lagað ekki hægt að setja út á það, Heldur kennslan sem fór agerlega með okkur. Kennarinn er alveg svakalega klár í efnafræði en á greinileg mjög erfitt með að koma efninu frá sér til nemenda. Kennarar hafa það hlutverka að hjálpa nemendum að skilja efnið. Við eigum svo auðvitað að læra efnið sjálf en þegar kennarinn er farinn að rugla með efnið fram og til baka þá er hann farin að gera meira ógagn en gagn.
það síður á mér ég er svo reið yfir úrræða og viljaleysi skólans til að koma á móts við okkur.
Ég fór á fund með nokkrum öðrum stelpum til að ræða málin við fulltrúa skólans ( þar voru fulltrúi efn deildar, kennarinn sem kendi okkur, prófdómarinn í prófinu og einnig átti líka að vera þar fulltrúi hjúk deildar sem komst ekki). Þau hlustuðu ekkert á okkur, lokuðu bara eyrunum og sögðu nánast í beinu orðum við okkur að þetta hafi greinilega bara verið óvenju vitlaus árgangur og sökin á þessu óvenju háa hlutfalli falls hefði bara ekkert með þau að gera .
Þessu máli er sko ekki lokið af okkar hálfu
Það voru ákveðin orð látin falla á þessum sama fundi sem fengu mig til að hugsa.
Hvað álit hefur fólk á krökkum sem fara í hjúkrunarfræði ?
Er einhver staðalímynd uppi um okkur að við séum bara svona "stelpur" sem val hoppum um allan daginn og singjum trallala, með tígó í hárinu.
Gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvað þetta er erfitt og krefjandi nám? Er það kannski þessvegna sem launin eru ekki hærri en raun ber vitni um??
Já maður spyr sig.
miðvikudagur, apríl 18, 2007
Námið mitt
Birt af Þorbjörg kl. 11:06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 vinir:
Skrifa ummæli