miðvikudagur, janúar 10, 2007

Þorbjörg hjúkkunemi :o)

Það að komast áfram í hjúkrunarfræðinni létti á ákveðinni pressu sem var búin að liggja yfir mér í að mér fanst alltof langan tíma. Eitt af markmiðunum mínum var að ná öllum prófunum þannig að ég þyrfti ekki að eyða sumrinu í lestur og upptökupróf, það gekk ekki eftir, því miður. Annað markmið sem ég setti mér var að vera ofar á listanum en í fyrra, það tókst ég hækkaði mig um 12 sæti og er ég bara nokk sátt við það. Skólinn byrjar á morgun og mig hlakkar mikið til að mæta í fyrsta tímann minn sem hjúkrunnarfræði nemi.
Ágústa er lasin og getur því ekki farið til Maríu og ættlar Addi bróðir að vera heima með hana fyrir mig, þú ert bestur ;o)


Læt eina mynd af litlu lösnu telpunni fylgja

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com