sunnudagur, desember 17, 2006

Búin í prófum

Bigoo


Ég er búin í prófunum, kláraði í gær. Síðasta prófið var sálfræði eins og í fyrra, ég held að þetta sé gert viljandi það er að hafa það síðast. Það er viljandi gert haft voða auðvelt, allavega í samanburði við hin prófin. Mér gekk alltílagi í prófunum, en málið er að það segir ekkert, kannski gekk öllum hinum vel, og ef svo er þá er ég í vondum málum. Miklar umræður spunnust um efnafræðirófið á uglunni og voru þau sem tóku þátt í þeirri umræðu öll sammála um það að prófið var Rosalega erfitt, allsekki í samræmi við yfirferð efnisins og allt það. Ég var ekki svo rosalega ósátt þegar ég labbaði út, var ekkert syngjandi glöð en það runnu heldur ekki tár. Líffærafræðiprófið gekk mun betur heldur en í fyrra, en það þurfti allt annað en mikið til.
félagsfræði prófið var bara svona svipað en svo kom siðfræði prófið og er ég mest ósátt við það próf. Mér fanst það hreint út sagt ósangjarnt, Mér fanst krossarnir vera erfiðir og svo var ritgerðarspurning sem var kannski ekki svo ósangjörn en mér hefur aldrei gengið vel að gera ritgerðarspurningar.

Þá eru þið búin að fá það beint í æð hvernig mér gekk.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com