föstudagur, september 22, 2006

Mér finst svo gaman þegr á vegi mínum verða einhverjir hlutir sem vekja upp minningar

"Count Duckula" - Brakúla Greifi

Þegar ég sé þessa þætti eða bara hugsa umþá þá fer ég beint á Hörðuvellina heim til Ömmu Kristínar og Afa Eiríks þó svo að ég muni ekki mikið eftir honum, ég verð ca 5 ára og sit á gólfinu fyrir framan sjónvarpið, sem var inní herberginu sem var gengið inní af forstofunni.




"Once Upon a Time... Man"
Mér fannst ofboðslega gaman að þessum þáttum, sú mynning sem kemur í husinn núna er Skagfirðingabraut 25, good times. Það væri geðveikt ef þessir þættir kæmu út á DVD með ensku tali, jafnvel íslensku bara.




Raggy Dolls

Tengi svo sem engar sérstakar minningar við þessa teiknimynd, en samt man ég alveg eftir henni.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com