Er það gott eða slæmt að vera aumingja góður?
Held að það megi alveg pottþétt kalla mig og Skúla aumingja gott fólk!!
Skúli var í vinnuni á fimmtudag sem væri nú ekki frásögu færandi nema að þegar hann er að keyra niður Laugaveginn þá sér hann pínulítinn hvítan (næstum grár af óhreinindum) kettling. Hann virkaði svo agnar smár þarna tríttlandi upp Laugaveginn aleinn. Skúli stökk út og náði í kauða og kom með hann heim til mín.
Hann er búinn að vera hérna hjá okkur síðan þá. Hann var og er eiginlega enþá ekkert nema skinn og bein, hann var augljóslega hvíldinni feginn því hann svaf nánast allan fyrsta sólahringin sem hann var hérna. Hann er alveg hvítur, með blá augu og er heyrnarlaus. Las mér til á netinu að 0.25-2.00% allra katta eru bláeygðir hvítir og heyrnarlausir. Hann er svo mikil dúlla að það hálfa væri sko meira en nóg, hann er reyndar svoldið krúttlega ljótur.
Akkúrat núna er hann að borða melónu :)
mánudagur, júlí 03, 2006
Birt af Þorbjörg kl. 13:49
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 vinir:
Skrifa ummæli