fimmtudagur, apríl 06, 2006

Tveggja sólarhringa setuverkfall starfsmanna á hjúkrunarheimilum hafið

Tekið af Mbl.is "Tveggja sólarhringa langt setuverkfall hófst hjá ófaglærðu starfsfólki á nokkrum hjúkrunar- og dvalarheimilum á miðnætti í gærkvöldi. Starfsfólkið vill með þessu leggja áherslu á þær kröfur sínar að fá sama kaup og fólk í sambærilegum störfum hjá Reykjavíkurborg. Verkfallið nær til um 900 starfsmanna á Hrafnistu í Reykjavík, Hrafnistu í Hafnarfirði, Vífilsstöðum og Víðinesi, ásamt dvalarheimilunum Grund, Ási í Hveragerði, Sunnuhlíð og Skógarbæ, en ekki er nema rétt rúm vika síðan sami starfshópur stóð fyrir sólarhrings löngu setuverkfalli. Að þessu sinni bætast ófaglærðir starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Eir og á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum einnig við og taka þátt í setuverkfallinu."

Ég er sem sagt að vinna á Skógarbæ, fyrir þá sem ekki vissu það. Þar af leiðandi er ég í setuverkfalli eða réttar sagt ég var í setuverkfalli í nótt (var á næturvakt). Ekki það að það hafi haft einhver áhrif á vinnuna mína, sit hvort eð er alla nóttina á bossanum og horfi á tv eða dunda mér eitthvað, svo ef einhver vaknar þá sinni ég því. Ég var á morgunvakt síðasta miðvikudag þegar við fórum í "verkfall". Ég vona bara að núna sé þetta aðeins betur skipulagt, þá vorum við bara ekki vissar á því hvar línan var dreginn í því hverju við áttum að sinna og hverju ekki, spiluðum þetta svoldið af fingrum framm. Það helsta sem mér fannst miðvikudagurinn skila var hvað margir ættingjar létu sjá sig, þegar ég var búin kl 16 þá voru 80% heimilismanna búnir að fá heimsókn frá einum eða fleiri ættingjum.

Ef ég hefði ekki verið á næturvakt og væri að fara að sofa þá myndi ég mæta niður í bæ í dag kl 13 til að afhenda undirskriftarlistann. en hver er það sem ber ábyrgð a´þessu klúðri öllu saman? Erum það ekki við sjálf, getum við ekki bara kennt okkur sjálfum um að semja ekki betur? Ég held það. En núna stöndum við saman upp og segjum hingað og ekki lengra, við viljum fá bót í málið. En Stjórnendur heimilinna segja ekki við, fjármálaráðherra segir ekki ég og heilbrigðisráðherra segir ekki ég. Þá spyr ég bara hver þá ef ekki akkúrat þið?

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com