þriðjudagur, apríl 25, 2006

Ég er búin að komast að því að kisur eru með einhverskonar apparat innísér sem skannar herbergið og ákveður svo hvar þær eru mest fyrir manni. Það er nottla nóbrainer að kisur eru mikið fyrir það að setjast ofaná dagblöð eða bækur sem verið er að lesa. Nora er hisvegar orðin ógó góð í að reikna mjög nákvæmlega út hvar hún er mest fyrir uppí rúmi þegar við erum að fara að sofa. Oftast þá er hún búin að koma sér svo vel fyrir að maður tímir ekki að vera að færa hana til og þar af leiðandi verður það þrautinn þingri að reyna að koma sér fyrir í kringum hana.

Ég held að ég hætti því bara og hendi henni niðrá gólf hér eftir. Þetta er mitt rúm ekki hennar og það á að vera takmarkið að ég hvílist vel þar en ekki hún (hún sefur hvort eð er allan daginn).

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com