miðvikudagur, september 07, 2005

Núna er netið komið í lag hérna í Hraunbænum og þá er nú ekki seinna vænna en að blogga svolítið. Erum búin að koma okkur ágætlega fyrir þ.e.a.s. við erum búin að taka upp úr þeim kössum sem við nennum. Núna eru bara svona leiðinlegir kassa eftir, æji þið vitið, þessir sem maður veit ekki alveg hvað maður á að gera við það sem í þeim er. Ég er allavega búin að koma mér upp lærdómsaðstöðu í herberginu sem pabbi og mamma verða með þegar þau koma í bæinn.
Jæja já þá er maður komin í skólan aftur og einusinni enn. Furðulegt hvað maður er klikkaður, í vetur gat ég ekki beðið eftir að komast í skólann, núna sé ég fyrir mér eintóm blankheit og vesen og langar að fara að vinna, en málið er að ég þarf að klára þetta nám áður en ég byrja að vinna við eitthvað sem ég get hugsað mér að gera í svona 40 ár, úffffffffffffff, spá í því focking 40 ár, guði sé lof að ég er að velja mér eitthvað sem hefur allavega uppá smá fjölbreitileika að bjóða.
Allavega þá lítur þetta allt ágætlega út, kennararnir virka á mig sem ágætir kennarar. Kannski ekki hægt að bjóða nemendum í clausus uppá það að hafa kennara sem svæfa salinn á 5 min. Ég meina þegar ég var í líffræði þá gat ég bara ekki haldið mér vakandi á meðan ég var í tíma hjá ákveðna kennara, enda hætti ég bara að mæta.
En talandi um það að vera blankur. Ég er ógeðslega ruggluð................. ég er semsagt búin að plana það hvernig ég á að hafa efni á sígó. Nei nei hún tobba littla er ekki að ákveða hvernig hún egi að hætta þessum óþverra, hún erað plana það hvernig hún hafi efni á því að reykja. Þvílík heimska, en þetta gerir maður þegar maður er þræll nicotínsins.
Er búin að vera að hlusta á AIR síðasta mánuðinn eða svo, V� hvað Talkie Walkie er rosalega góður diskur hjá þeim. Hann fær alveg 5 stjörnur af 5 hjá mér.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com