mánudagur, mars 14, 2005

Mikið hrikalega er alltaf gaman í vinnuni.

Nei nei ég segi bara svona, er eiginlega komin með smá ógeð, er búin að vinna núna 12 daga í röð.
Gaman að segja frá því eða hitt þó heldur afhverju svona mikil aukavinna er til staðar.

Málið er sem sagt að við erum bara 4 stelpur sem erum í 100% vinnu í salnum og þegar ein dettur út hvað gerist þá? það er ekki farið út og ráðinn nýr starfskraftur, nei nei þessu er bara reddað. Ein stelpan datt sem sagt í vinnuni og rófubeins-brotnaði, fyrst var sagt að hún yrði frá í einn og hálfan mánuð mynnir mig og núna er það að koma í ljós að hún kemur líklega ekki aftur að vinna þar sem hún er ólétt og og vaxandi barnið þrístir á rófubeinið sem er að reyna að gróa.
Ég hef ekkert verið að láta þaðí ljós í vinnuni en mér finnst bara rugl að missa 25% af föstum vöktum og ættla bara að redda þeim, hverjir eru það sem vinna svo þessar vaktir? Allavega dagvaktirnar, að mestuleiti erum það við hinar í fullri vinnu, því flestir krakkarnir sem eru í aukavinnu eru í skóla.
Svo bara til að leggja aðeins meiri áherslu á það hvað þetta er "hættulegur" vinnustaður þá datt nýjasti starfskrafturinn þarna á pönnuna inní eldhúsi. Hún rann á gólfinu og bar fyrir sig hendina og brendist á lófanum og upp hendina að olboganum. Ég veit ekki hvaðþetta var djúpur bruni en ég get ekki ímindað mér að það hafi verið minna en 2° bruni.
Þetta er ekkert hættulegri vinnustaður heldur en margir aðrir, við erum greinilega bara með svona óheppið fólkí vinnu........

Annars er bara allt fínt að frétta héðan úr Stafnaselinu. Skúli var veikur um helgina og ég er nottla bara búin að vera að vinna.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com