sunnudagur, mars 27, 2005

Gleðilega páska
Jæja þá er páskadagur senn á enda og fer maður nú að huga að því að koma sér aftur í borgina. Eins og alltaf þegar ég kem heim þá þarf ég að róta í gömlum kössum, föður mínum til ómældrar ánægju. Ég er svo sem ekki að láta það stoppa mig í þetta skiptið frekar en öll hin. Enn allavega þá fann ég eitthvað af dóti sem ég vil endilega hafa með mér suður aftur, bara svona til að nefna eitthvað þá fann ég öll kryddin mín sem ég hafði pakkað niður í skókassa áður en ég flutti af Eggertsgötu 24. Mikil gleði og hamingja því það er viðbjóðslega dýrt að kaupa krydd.
Ég var reyndar líka að spá í að taka með mér fiskabúrið mitt suður og gera tilraun númer 3 eða 4 (man ekki alveg) í að fá mér fiska.
Síðasti fiskur sem ég átti andaðis hjá Hildi frænku. Ég fór til �talíu með pabba og mömmu og kom því fiskinum í fóstur hjá Hildi. Mig mynnir að ég hafi verið búin að segja Hildi að það himin og jörð færust ekki ef hann myndi deyja. Hún var sjálf með einn eða tvo fiska og dó annar þeirra eða báðir og minn líka (man þetta ekki alvg). En allavega þá sendi ég henni sms og spurði hvernig fiskurinn hefði það og ég fékk sent til baka að þeir væru nú bara ánægðir saman uppá himnum að leika sér. Ég skild það þannig að fiskurinn minn væri dáinn.
Og núna ættla ég að reyna einusinni enn að fá mér fiska, það er að segja ef ég man eftir að taka fiskabúrið með mér suður.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com